Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 31. október 1996, kl. 12:07:00 (694)

1996-10-31 12:07:00# 121. lþ. 15.1 fundur 56#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), GHH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur

[12:07]

Geir H. Haarde (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að svara þessu. Það er engu líkara en hv. þm. telji sig vera nokkuð vel kunnugan innri málefnum í Sjálfstfl. Ég held að hann ætti bara að koma á næsta landsfund hjá okkur og vera ekki að þessu, í staðinn fyrir að vera að gera sér upp og geta sér til um hluti sem hann greinilega veit ekkert um. Það hefur engum verið bannað að tala um Evrópumál í Sjálfstfl. eða annað sem því tengist. Það er fráleitt að í Sjálfstfl. berjist menn gegn alþjóðlegu viðskiptasamstarfi. Ég hef bara aldrei heyrt aðra eins vitleysu, ekki einu sinni frá hv. þm.

Hvað varðar stækkun NATO, þá held ég að við séum samherjar í því máli, mér heyrist það. Við eigum frekar að reyna að snúa bökum saman um að vinna úr því þannig að gagnist þeim sem við viljum berjast fyrir í því máli en ekki vera með þennan skæting, sem ég leyfi mér að kalla, eins og t.d. ummæli hv. þm. um roskna framsóknarmenn úr afskekktum sveitum landsins.