Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 31. október 1996, kl. 12:10:19 (696)

1996-10-31 12:10:19# 121. lþ. 15.1 fundur 56#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), GHH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur

[12:10]

Geir H. Haarde (andsvar):

Herra forseti. Það er meira hvað hv. þm. hefur gaman af að sviðsetja ágreining manna á meðal. Ég túlka ummæli forsrh. í stefnuræðunni sem mat hans á því hvað sé raunhæft í málinu, hvað sé líklegt að verði jafnvel þó ég og hv. þm. og hægri menn í Norðurlandaráði hefðum viljað ganga lengra en þarna er lýst. Það er allt annað mál. Tillagan, sem hv. þm. hefur margoft drepið á, í Norðurlandaráði er pólitísk stuðningsyfirlýsing við baráttu Eystrasaltsþjóðanna. Ég hef ekki trú á að hún muni breyta röð landa sem komast inn í NATO. Því hef ég ekki trú á, þó við vildum gjarnan að hún gerði það. Við vitum nokkurn veginn hvaða lönd eru þarna fremst í röðinni: Pólland, Tékkland, Ungverjaland, hugsanlega jafnvel Slóvenía, en það er allt annað mál. Þetta mál verður leitt til lykta á vettvangi bandalagsins. Við viljum ganga eins langt og hægt er til að koma þessum löndum inn í bandalagið. Það sem forsrh. og utanrrh. hafa verið að lýsa hins vegar er þeirra mat á því hvað muni gerast og vissulega er ekki hægt að neita því að ekki eru miklar líkur á að Eystrasaltslöndin komi inn í fyrstu lotu jafnvel þó við Össur Skarphéðinsson vildum gjarnan að það gerðist. En þá er auðvitað málið að tryggja að þau einangrist ekki á einhverju gráu svæði, einhverju millisvæði milli ríkjanna innan bandalagsins og Rússlands.