Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 31. október 1996, kl. 15:14:36 (721)

1996-10-31 15:14:36# 121. lþ. 15.1 fundur 56#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), SvanJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur

[15:14]

Svanfríður Jónasdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það sem kom fram hjá ráðherranum um verndarsvæði Svalbarða var í sjálfu sér nokkuð ljóst. Það sem ég var að kalla eftir var hvort menn væru með eitthvað frekar á prjónunum varðandi það mál, hvort það með einhverjum hætti hefði komið inn í viðræður um þorskveiðina í Barentshafinu. Síðan nefndi ég þetta sérstaka tilvik sem laut að því að Norðmenn eru farnir að gefa út kvóta til rækjuveiða á svæðinu og hafa gefið út okkar skammt, hvort það mál hafi sérstaklega verið tekið upp og hvernig menn ætli sér í framhaldinu að bregðast við.