Aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum

Fimmtudaginn 31. október 1996, kl. 16:56:32 (741)

1996-10-31 16:56:32# 121. lþ. 15.2 fundur 90. mál: #A aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum# (EES-reglur, vinnuvernd barna og ungmenna) frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur

[16:56]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég held að það yrði nú að túlka það og ég vil hallast að þeirri túlkun að heilsdagsskóli sé ekki samfelldur vinnudagur heldur sé þar a.m.k. um frímínútur að ræða, það sé ekki allur tíminn sem sé virkur vinnutími. Þegar lengra kemur í skólann er talað um virkan vinnutíma, þ.e. frímínúturnar dregnar frá. Ég geri ráð fyrir að í heilsdagsskóla sé einhvert andrúm gefið fyrir börnin.