Opinber fjölskyldustefna

Þriðjudaginn 05. nóvember 1996, kl. 16:03:32 (808)

1996-11-05 16:03:32# 121. lþ. 17.7 fundur 72. mál: #A opinber fjölskyldustefna# þál., SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 17. fundur

[16:03]

Siv Friðleifsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Hér var það harmað að umræðan færi út í hefðbundið karp um efnahagsmál. En það er nú bara þannig að mér þykja efnahagsmálin vera afar mikilvægt fjölskyldumál og hef þess vegna leyft mér að fjalla um þau.

Það er mikilvægt fyrir mér að ríkisstjórnin stuðli að því að kaupmáttur aukist þannig að við lifum við meiri kaupmátt í stöðugu efnahagsumhverfi og þannig verði hægt að fækka vinnustundum. Þetta er eitt aðalbölið í íslensku þjóðfélagi, það er hve vinnustundirnar eru gífurlega margar og kaupið lágt. En með því að fækka vinnustundum með auknum kaupmætti, þá er hægt fyrir fjölskylduna að eyða meiri stundum saman, það er eitt mikilvægasta fjölskyldumálið. Þess vegna hef ég kosið að ræða hér almennt um efnahagsmál í tengslum við þessa þáltill. En ef ætlast er til þess að menn komi hér upp og tali ávallt á mjúku nótunum, þá er þetta ekki rétti vettvangurinn fyrir mig, að ræða um fjölskyldumál undir þeim formerkjum.