Móttaka flóttamanna

Miðvikudaginn 06. nóvember 1996, kl. 14:40:09 (863)

1996-11-06 14:40:09# 121. lþ. 19.2 fundur 79. mál: #A móttaka flóttamanna# fsp. (til munnl.) frá félmrh., SJóh
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur

[14:40]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Ég vil sömuleiðis þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir spurninguna og hæstv. félmrh. fyrir greið svör. En þegar þetta mál er rætt kemur mér í hug annað erlent fólk, sem hefur komið hingað á undanförnum árum, í mjög miklum mæli, sem að stórum hluta má kalla efnahagsflóttamenn. Það eru aðallega konur sem hafa komið hingað til lands og gifst íslenskum ríkisborgurum og með því fengið landvistarleyfi hér og eru búsettar víða um land. Sumar hafa þær komið með mörg börn með sér.

Ég verð að segja að því miður hefur ekki verið staðið að aðstoð við þetta fólk með sama myndarskap. Ég þekki það mjög vel sjálf. Ég vildi óska að sú góða reynsla, sem hefur fengist á Ísafirði, yrði nýtt þessu fólki til hagsbóta.