Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1995

Fimmtudaginn 07. nóvember 1996, kl. 12:19:56 (903)

1996-11-07 12:19:56# 121. lþ. 20.1 fundur 65#B skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1995# (munnl. skýrsla), GE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur

[12:19]

Gísli S. Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka fyrir að hv. þm. Egill Jónsson metur það sem jákvætt innlegg sem ég var með. Ég hugsaði málið á þann veg að það væri bæði gagnrýni og tekið undir hana og líka tekið undir það sem jákvætt er og hægt að lesa úr þessari skýrslu og reyndar þeirri skýrslu sem er hér í raun til umræðu. En ástæðan fyrir því að ég dreg þessar ályktanir sem ég nefndi eru niðurstöðurnar í töflum á bls. 52 og 53, tafla 5 og tafla 6, þar sem sést að ef horft er á svæði eins og Vesturland þar sem atvinnutekjur voru tiltölulega lágar, þar sem atvinnuleysi var mjög mikið, þar eru minnstu framlögin. Þess vegna velti ég þessi fyrir mér, það er enginn stjórnarmaður sem var fulltrúi af því svæði, alla vega ekki á þessu umrædda tímabili. Þetta er ekki til þess að ráðast á menn heldur er þetta sett svona fram. Ég veit ekki til þess að það hafi verið sérstakur fulltrúi af Vesturlandi á þessum tíma.

En varðandi skilgreiningarnar þá tel ég að menn þurfi að skilgreina markmiðin og ég vona að þessi skýrsla leiði til þess að stjórn Byggðastofnunar og þeir aðilar sem um eiga að fjalla dragi ályktanir af þessari skýrslu þannig að þeir endurskoði og endursetji sér markmið. Það veit ég að verður gert, ég trúi því. Og varðandi Reykjanes, þá á það ekkert að vera út undan frekar en önnur byggðarlög. Ef þarf að lyfta undir atvinnutækifæri eða atvinnuaðstoð þar umfram aðra landshluta þá á að gera það.