Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1995

Fimmtudaginn 07. nóvember 1996, kl. 12:22:03 (904)

1996-11-07 12:22:03# 121. lþ. 20.1 fundur 65#B skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1995# (munnl. skýrsla), EgJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur

[12:22]

Egill Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Mér þykir nú vænt um það sem kom fram í ræðu hv. síðasta ræðumanns. Við vitum að það er mikill uppgangur á Reykjanesi. Byggðastofnun hefur hins vegar líka fengið þaðan mjög góð erindi og áhugaverð. Og við höfum ekki gert greinarmun á því að afgreiða þeirra mál og annarra. En auðvitað er það ekki í takt við byggðasjónarmiðin eins og þau eru skilgreind. Þess vegna er afar þýðingarmikið þegar menn eru að gagnrýna það að ekki sé nógu skýr markmiðssetning að þeir skuli svara með sama hætti og hv. síðasti ræðumaður gerði, að það eigi ekki að skilja eftir þau byggðarlög þar sem atvinnuástand er t.d. af öðrum ástæðum á uppleið.