Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1995

Fimmtudaginn 07. nóvember 1996, kl. 12:55:55 (917)

1996-11-07 12:55:55# 121. lþ. 20.1 fundur 65#B skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1995# (munnl. skýrsla), HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur

[12:55]

Hjálmar Árnason (andsvar):

Herra forseti. Undir það má auðvitað taka með hv. þm. Agli Jónssyni að Byggðastofnun fær mikla traustsyfirlýsingu frá Ríkisendurskoðun. Ég tel eftir sem áður, og er í rauninni óháð þessu og ekkert nema gott um þetta traust að segja, að í rauninni erum við með tvo kanala til fjárveitinga, það er hinn opinberi og svo eru það peningastofnanirnar, þ.e. bankastofnanir. Ég ítreka nauðsyn þess að tengja þessa aðila saman og tel eðlilegt að bankarnir sjái um lánveitingar en Byggðastofnun gegni ábyrgðarhlutverkinu.