Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1995

Fimmtudaginn 07. nóvember 1996, kl. 14:11:20 (931)

1996-11-07 14:11:20# 121. lþ. 20.1 fundur 65#B skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1995# (munnl. skýrsla), StG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur

[14:11]

Stefán Guðmundsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Hér var flutt allsérstæð ræða. Ég kannast ekki við, hv. þm., að Byggðastofnun hafi verið að veita styrki til sjávarútvegsfyrirtækja. Gott að fá aðeins dæmi um hvaða fyrirtæki það eru. Og hv. þm. sagði einnig að rangt væri að lána til Vestfjarða eins og segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þá spyr ég hv. ræðumann: Er hann sammála því sem segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar að rangt sé að styðja við atvinnulífið á Vestfjörðum vegna þess að hagsældin sé þar meiri en annars staðar? Heldur fólk, sem setur slíkt á blað, að hagsældin sé svo mikil á Vestfjörðum í dag að ekki sé ástæða til að styðja við atvinnulífið á Vestfjörðum? Er þetta skoðun Péturs Blöndals, þingmanns Sjálfstfl.?