Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997

Fimmtudaginn 07. nóvember 1996, kl. 15:32:03 (943)

1996-11-07 15:32:03# 121. lþ. 20.2 fundur 119. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997# (breyting ýmissa laga) frv., KÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur

[15:32]

Kristín Ástgeirsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég fagna því að þingmaðurinn er ekki mjög andvígur íslenska refnum og jafnvel hrifinn af honum. Það er alveg rétt að fyrst og fremst er verið að velta kostnaði yfir á sveitarfélög. Þetta er gamalt ákvæði sem við höfum fengið hér ár eftir ár og höfum gagnrýnt því eftir sem áður hafa sveitarfélögin ákveðna skyldu í þeim efnum og þá er nær að aflétta þeim skyldum ef menn vilja friða refinn í auknum mæli. Ég var aðeins að fara inn á léttari nótur í lokin og auðvitað munum skoða þetta mál rækilega í hv. efh.- og viðskn.