Kosningar til Alþingis

Fimmtudaginn 07. nóvember 1996, kl. 19:02:08 (993)

1996-11-07 19:02:08# 121. lþ. 20.4 fundur 50. mál: #A kosningar til Alþingis# (skráning kjósenda) frv., ÓÞÞ
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur

[19:02]

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Ég tel ekkert óeðlilegt við það að þessi regla verði upp tekin ef þess verður þá jafnframt gætt að viðkomandi leggi fram persónuskilríki því það skiptir náttúrlega höfuðmáli hvort sú leynd sem er um nafnið, byggist á því að að hann vilji leyna því með réttu hver hann er, eða hvort hann vill koma því á framfæri með röngu móti hver hann er. Ég vona að hv. flm. geri sér grein fyrir þessu því að það er staðreynd að sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu hefur það gerst, vegna þess hve fjölmenni er orðið mikið, að menn hafa kosið í stað annarra manna sem eru fjarstaddir, e.t.v. erlendis, út úr bænum og þar fram eftir götunum. Og ef það á að fara að breyta þessum lögum, tel ég rétt að þetta atriði sé tekið inn í líka til að tryggja að slíkir hlutir gerist ekki.