Athugasemd við 49. gr. þingskapa

Þriðjudaginn 12. nóvember 1996, kl. 13:36:06 (1026)

1996-11-12 13:36:06# 121. lþ. 21.94 fundur 80#B athugsemd við 49. gr. þingskapa#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 21. fundur

[13:36]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Í sambandi við útbýtingu þessara þingskjala getur forseti ekki stillt sig um að nefna að í 49. gr. þingskapa segir m.a. um fyrirspurnir að þær skuli vera skýrar, um afmörkuð atriði og mál sem ráðherra ber ábyrgð á --- og eins og þar segir --- ,,sé við það miðað að hægt sé að svara henni í stuttu máli.`` Nú hefur verið útbýtt svari á þskj. 123 frá sjútvrh. og er svarið 248 prentaðar blaðsíður. Þetta verður ekki kallað ,,í stuttu máli``. Hér er ekki við þingmanninn, sem fyrirspurninni beindi til ráðherra, að sakast en forseta finnst ástæða til þegar þessu þingskjali er útbýtt að minna okkur þingmenn á að hér þarf að gæta hófs og fara í hvívetna að þingsköpum.