Flutningur ríkisstofnana

Þriðjudaginn 12. nóvember 1996, kl. 16:20:12 (1066)

1996-11-12 16:20:12# 121. lþ. 21.16 fundur 17. mál: #A flutningur ríkisstofnana# þál., ÓÞÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 21. fundur

[16:20]

Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar):

Herra forseti. Mér er ljóst að það er ekki staðið að flutningnum á Landmælingum upp á Akranes samkvæmt þeim leikreglum sem vitlegastar eru taldar miðað við það sem gert hefur á Norðurlöndum. Það blasir við sem staðreynd. En við virðumst almennt heldur ekki telja okkur þurfa að fara eftir reynslu annarra þjóða. Við erum svo séríslenskt fyrirbrigði á öllum sviðum að menn vilja setja upp eigin kenningar og það þurfi að finna upp hjólið aftur og gera tilraunastarfsemi með það á öllum sviðum. Þessi kenning birtist m.a. í því að viljum ekki þriðja stjórnsýslustigið þrátt fyrir það að það sé grunnurinn að því að hægt sé að ná þeirri hólfun í samfélaginu sem vitsmunaleg er án þess að eyðileggja sveitarfélögin.