Lögræðislög

Þriðjudaginn 12. nóvember 1996, kl. 19:35:06 (1101)

1996-11-12 19:35:06# 121. lþ. 21.23 fundur 49. mál: #A lögræðislög# (sjálfræðisaldur) frv., Flm. JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 21. fundur

[19:35]

Flm. (Jóhanna Sigurðardóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Sjálfræðisaldurinn var lækkaður á þessu árabili sem ég sagði, 1968, úr 21 árs niður í 18 ára og þar er hann hjá flestum þjóðum. Hvað segir barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna? Hann segir að börn eru allt fólk í heiminum yngri en 18 ára. Þeir hafa gert athugasemdir við það hvernig sjálfræðisaldrinum er háttað hjá okkur.

Ég skil ekki þessa rökleysu þingmannsins hvað eigi að gera við börnin þegar þau verða 16 ára. Á að setja þau í einhverjar réttir og velja úr? Sjálfræðisaldrinum verður frestað hjá þér en ekki þér. Ég hef aldrei heyrt annað eins bull og fram kemur hjá hv. þm. í málinu og hvet hann enn og aftur til að kynna sér hina hliðina á málinu en vera ekki með slíka dóma fyrir fram. Það er ekki verið að breyta þessu bara út af þeim börnum sem eru í vandamálum. Það er álit þeirra sem best þekkja og helst hafa skoðað þessi mál, hafa faglega þekkingu á þessu, taka mið af þeim þjóðfélagsaðstæðum, hvernig breytingar hafa orðið í atvinnumálum, í námsmálum, í búsetumálum og annað, að þetta sé best fyrir hinn breiða, stóra hóp 16--18 ára. En það er ekki verið að gera þetta eingöngu vegna þeirra sem eru í vandamálum þó að þeir njóti vissulega góðs af þessari breytingu.