Samkeppnisstarfsemi á vegum Póst- og símamálastofnunar

Miðvikudaginn 13. nóvember 1996, kl. 13:40:10 (1112)

1996-11-13 13:40:10# 121. lþ. 22.1 fundur 136. mál: #A samkeppnisstarfsemi á vegum Póst- og símamálastofnunar# fsp. (til munnl.) frá samgrh., PHB
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur

[13:40]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Hæstv. samgrh. segist standa vörð um Póst og síma. Nú er það þannig að Póstur og sími er langsamlega stærsta fyrirtækið á Íslandi, þ.e. það fyrirtæki sem hefur flesta starfsmenn. Það situr auk þess að öllum ljósleiðurum innan lands og til útlanda. Ég get því ekki séð hvernig í ósköpunum önnur íslensk fyrirtæki ættu að keppa við þetta fyrirtæki þegar þau þurfa að eiga öll viðskipti við það. Mig langar til að koma hérna smáleirburði á framfæri:

  • Póst og síma passar hann,
  • pempíulega, ráðherrann.
  • Samkeppnina setur í bann,
  • samgöngumálaráðherrann.