Ingibjörg Sigmundsdóttir fyrir MF

Fimmtudaginn 14. nóvember 1996, kl. 10:32:12 (1160)

1996-11-14 10:32:12# 121. lþ. 24.92 fundur 86#B Ingibjörg Sigmundsdóttir fyrir MF#, Forseti RA
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur

[10:32]

Forseti (Ragnar Arnalds):

Borist hafa eftirfarandi bréf:

,,Þar sem Margrét Frímannsdóttir, 5. þm. Suðurl., getur ekki sótt þingfundi á næstunni vegna veikinda leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 3. varaþingmaður Alþb. og óháðra í Suðurlandskjördæmi, Ingibjörg Sigmundsdóttir garðyrkjubóndi, taki sæti á Alþingi í fjarveru hennar og forföllum 1. og 2. varaþingmanns listans í Suðurlandskjördæmi.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Svavar Gestsson,

formaður þingflokks Alþb. og óháðra.``

,,Ég undirritaður varaþingmaður Alþb. og óháðra í Suðurlandskjördæmi get því miður ekki tekið sæti Margrétar Frímannsdóttur 5. þm. Suðurl. í fjarveru hennar nú. Ástæður þessa eru annir í starfi.

Virðingarfyllst, Ragnar Óskarsson.``

Og hér er þriðja bréfið vegna sama máls:

,,Ég undirritaður lýsi því hér með yfir að vegna anna get ég ekki tekið sæti á Alþingi í fjarveru Margrétar Frímannsdóttur.

Virðingarfyllst, Guðmundur Lárusson.``

Ingibjörg Sigmundsdóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa á ný.