Tilhögun þingfundar

Fimmtudaginn 14. nóvember 1996, kl. 14:33:32 (1208)

1996-11-14 14:33:32# 121. lþ. 24.97 fundur 99#B tilhögun þingfundar#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur

[14:33]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Um fundarhaldið í dag vill forseti taka fram að ætlunin er að freista þess að ljúka umræðu núna um 5. dagskrármálið ef það tekur ekki margar mínútur. Síðan verður gengið á röðina eins og hún er á dagskránni og mikilvægt er að koma til nefndar 6.--14. dagskrármáli. Það eru allt saman mál sem hæstv. fjmrh. flytur og forseti óskar eftir góðu samstarfi við hv. þm. um að ljúka umræðu um þessi mál í dag eða kvöld. Ef ekki, þá verður að reikna með þingfundi á morgun, föstudag.