Afnám skylduáskriftar að Ríkisútvarpinu

Fimmtudaginn 14. nóvember 1996, kl. 18:08:02 (1241)

1996-11-14 18:08:02# 121. lþ. 24.15 fundur 127. mál: #A afnám skylduáskriftar að Ríkisútvarpinu# þál., SvanJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur

[18:08]

Svanfríður Jónasdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það var ekki ég sem fullyrti að við byggjum í frjálsu markaðshagkerfi heldur var það flm. sem það gerði og notaði sem rökstuðning fyrir þessari tillögu sem hann ber hér fram. Ég lít þannig á að Ríkisútvarpið sé hluti af þeirri menningu sem við viljum varðveita, sem við viljum efla og sem við viljum þróa í okkar samfélagi. En af því að hv. flm. vísar í það að ef menn vilji hafa hlutina þannig því þá ekki að sækja til þess fé í ríkissjóð, þá minnir mig að það hafi ekki bara verið samþykkt á nýliðnum landsfundi Sjálfstfl. að afnema bæri afnotagjöldin heldur líka hitt að koma yrði í veg fyrir það að Ríkisútvarpið sækti fé í ríkissjóð og ég vænti að ég verði leiðrétt ef þetta er ekki rétt.