Veiting ríkisborgararéttar

Mánudaginn 18. nóvember 1996, kl. 15:46:08 (1331)

1996-11-18 15:46:08# 121. lþ. 26.12 fundur 121. mál: #A veiting ríkisborgararéttar# (fyrra stjfrv.) frv., dómsmrh. (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur

[15:46]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Á þskj. 132 liggur fyrir frv. til laga um veitingu ríkisborgararéttar. Þar er lagt til að 15 nafngreindum útlendingum verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Þeir fullnægja allir þeim skilyrðum sem allshn. hefur sett um veitingu ríkisborgararéttar.

Frv. gerir ráð fyrir því að lögin taki gildi 1. janúar 1997. Það á rætur að rekja til þess að þann dag taka gildi ný mannanafnalög þar sem felld er niður sú kvöð gildandi laga að útlendingar sem öðlast íslenskt ríkisfang þurfi að aðlaga nafn sitt að íslenskri málvenju. Það þykir því eðlilegt að þetta frv. sem er fyrra frv. sem lagt verður fram á þessu þingi um veitingu ríkisborgararéttar að venju, taki gildi þann dag þannig að hin nýju mannanafnalög taki til þeirra sem hér er gerð tillaga um að öðlist íslenskt ríkisfang.

Ég legg svo til, herra forseti, að frv. verði að lokinni þessari umræðu vísað til 2. umr. og hv. allshn.