Stytting vinnutíma án lækkunar launa

Mánudaginn 18. nóvember 1996, kl. 16:10:36 (1336)

1996-11-18 16:10:36# 121. lþ. 26.13 fundur 4. mál: #A stytting vinnutíma án lækkunar launa# þál., Flm. SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur

[16:10]

Svavar Gestsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ja, það sem helst hann varast vann varð þó að koma yfir hann, því þar með dytti ráðherrann hæstv. sjálfur í pyttinn. Hann yrði að setja lög um þetta. Auðvitað er það þannig að í lögum eru ákvæði t.d. um vinnutíma barna o.fl., sem talið hefur verið eðlilegt og sjálfsagt að hafa. Hvað á að gera við áætlunina sem þarna er gerð tillaga um? Ég tel að aðilar vinnumarkaðarins þurfi að koma sér saman um það sjálfir að framkvæma hana. Það er það sem við eigum við með tillögunni.