Stytting vinnutíma án lækkunar launa

Mánudaginn 18. nóvember 1996, kl. 16:13:14 (1339)

1996-11-18 16:13:14# 121. lþ. 26.13 fundur 4. mál: #A stytting vinnutíma án lækkunar launa# þál., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur

[16:13]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil taka ákaflega mikið tillit til verkalýðshreyfingarinnar og aðila vinnumarkaðarins eins og menn vita. Og ég er andvígur því að skipa launum með lögum. Ég vil heldur tala um rauntekjur en laun vegna þess að í mörgum tilfellum þá er --- ég er ekki að rengja þær tölur sem hv. þm. var að fara með, en ég held við ættum að miða okkur við rauntekjur og miða okkur við kaupmátt.