Stytting vinnutíma án lækkunar launa

Mánudaginn 18. nóvember 1996, kl. 16:15:10 (1341)

1996-11-18 16:15:10# 121. lþ. 26.13 fundur 4. mál: #A stytting vinnutíma án lækkunar launa# þál., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur

[16:15]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla ekki að blanda mér í viðræður aðila vinnumarkaðarins um hvað sé hæfilegt að bjóða. Ég vonast eftir því að aðilar vinnumarkaðarins komi sér saman um einhverja hóflega launahækkun og þá vil ég gjarnan láta það koma fram að ég tel að mjög væri eftirsóknarvert að það væri fyrst og fremst á lægri flokkana. En laun segja út af fyrir sig ekki allt um efnahagsstöðu manna. Það var mjög athyglisverð niðurstaða sem kom fram í áfangaskýrslu Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna sem ég lét dreifa til þingmanna fyrir nokkru síðan. Þar kemur í ljós að samanlagðar skuldir þeirra 317 fyrstu sem leituðu til Ráðgjafarstofunnar voru 2,5 milljarðar og meðalvanskil voru 1,5 millj. á fjölskyldu. En meðaltekjurnar voru 146 þús. kr. á mánuði.