Stytting vinnutíma án lækkunar launa

Mánudaginn 18. nóvember 1996, kl. 16:19:35 (1345)

1996-11-18 16:19:35# 121. lþ. 26.13 fundur 4. mál: #A stytting vinnutíma án lækkunar launa# þál., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur

[16:19]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla að vona það. Ég þori ekki að spá en ég ætla bara að vona að menn feti sig inn á þá braut að draga úr vinnutímanum eða stytta vinnutímann eða minnka vægi aukagreiðslnanna og hækka grunnkaupið.

Ég átti þess kost og eyddi nokkrum tíma í það í fyrravetur, í framhaldi af ræðu sem formaður míns flokks, hæstv. utanrrh., hélt á Alþingi þar sem hann minntist á bætt siðferði í launamálum, að halda nokkra fundi með fulltrúum launamanna. Og það kom mér satt að segja á óvart hvað sumir þeirra tóku dauflega undir þessar hugmyndir um að reyna að auka vægi grunnkaupsins á kostnað aukagreiðslna. Ég geri mér ekki fullkomna grein fyrir því hvers vegna það var.