Stytting vinnutíma án lækkunar launa

Mánudaginn 18. nóvember 1996, kl. 16:48:07 (1352)

1996-11-18 16:48:07# 121. lþ. 26.13 fundur 4. mál: #A stytting vinnutíma án lækkunar launa# þál., GE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur

[16:48]

Gísli S. Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Svavari Gestssyni fyrir undirtektir við minn málatilbúnað varðandi þáltill. þeirra alþýðubandalagsmanna. En ástæðan fyrir því að flutt er frv. um lágmarkslaun er að í komandi kjarasamningum er verið að fara fram á að leggja af neysluhlé. Hvað er neysluhlé? Neysluhlé eru matartími, kaffitími og pásur, sem hafa verði liðnar í ýmsum atvinnugreinum. Það er farið fram á óskilgreinda hagræðingu, breytingu á vinnutíma og fjölmarga aðra hluti. En á sama tíma er stríðshanskanum kastað framan í verkafólk með tilboði um 3,5% launahækkun á almenn laun. Ég ítreka það að ég er tilbúinn að draga frv. um lágmarkslaun til baka af borðum ef semst um viðunandi laun sem ég tel vera 80.000 kr. sem lágmarkslaun hjá verkafólki. 52 þús. kr. eru launin sem Vinnuveitendasamband Íslands er að bjóða upp á sem almenn lægstu laun. Hver er sá sem rís ekki upp á afturfæturna og mælir gegn slíku?

Herra forseti. Ég hef fyrir því fulla vissu að verkalýðsforustan á Íslandi íhugar alvarlega að grípa verði til þess óyndisúrræðis að lögbinda lágmarkslaun á sambærilegan hátt og gert var á sínum tíma í Frakklandi og gert er í Bandaríkjunum miðað við þau skilyrði sem VSÍ boðar. Ég ítreka þakkir við undirtektir, hv. þm. Svavar Gestsson.