Atvinnuleysistryggingar

Þriðjudaginn 19. nóvember 1996, kl. 18:08:23 (1407)

1996-11-19 18:08:23# 121. lþ. 27.7 fundur 171. mál: #A atvinnuleysistryggingar# (heildarlög) frv., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur

[18:08]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég skal uplýsa að til allrar hamingju eru mjög fáir unglingar á aldrinum 16--18 ára á atvinnuleysisskrá á Íslandi, til allrar hamingju. Það því ekki um neina stórkostlega breytingu að ræða í reyndinni heldur erum við að samræma þetta.

Ég tek fram að það er bara skoðun mín að við munum ekki ná fram þessum sparnaði enda er það ekki beint markmið lagasetningar að ná sérstaklega fram sparnaði. Ég tel líka, og það er persónuleg skoðun mín, að ríkisstjórnin sé að fara fram úr sér með því að ákveða að lækka núna gjaldið til Atvinnuleysistryggingasjóðs. Ég held að það sé ekki tímabært og ég met þetta öðruvísi. Ég leit aldrei á þetta starf þannig að við værum raunverulega að spara í þessu sambandi heldur að reyna að einbeita okkur að þessu vandamáli sérstaklega, skilgreina það og hafa það skýrt þannig að hægt væri að koma að því, hægt að taka á því, hægt að vinna og einbeita sér að því að finna á því lausnir.