Skrifleg svör við fyrirspurnum

Miðvikudaginn 20. nóvember 1996, kl. 13:53:25 (1442)

1996-11-20 13:53:25# 121. lþ. 28.95 fundur 105#B skrifleg svör við fyrirspurnum# (aths. um störf þingsins), fjmrh.
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur

[13:53]

Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson):

Virðulegi forseti. Ég leyfði mér að kalla fram í ræðu hv. síðasta ræðumanns sem hélt því fram að hér væri eingöngu verið að spyrja um talnalegar staðreyndir. Ég leyfi mér að lesa hluta af þessum fyrirspurnum. Ein er svohljóðandi á þskj. 64:

,,Hver er ástæða þess að ekki er hægt að selja þær eða leigja?``

Er þetta spurning um talnalegar staðreyndir?

Önnur fyrirspurn hljóðar svona:

,,Hverjar eru helstu ástæður greiðsluerfiðleika fólks`` o.s.frv.

Ég spyr, virðulegi forseti: Er þetta ósk um talnalegar upplýsingar frá stofnuninni?