Jafnréttisfræðsla í grunn- og framhaldsskólum

Miðvikudaginn 20. nóvember 1996, kl. 15:16:28 (1471)

1996-11-20 15:16:28# 121. lþ. 29.5 fundur 153. mál: #A jafnréttisfræðsla í grunn- og framhaldsskólum# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., ArnbS
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur

[15:16]

Arnbjörg Sveinsdóttir:

Hæstv. forseti. Ég vil þakka fyrirspurnina og ráðherra fyrir hans ágæta svar. Ég fagna því að nú fer fram mjög ítarleg vinna í ráðuneytinu varðandi þetta mál. Það kom einnig fram í svari ráðherra að viðhorf hans til þessa málefnis er að það sé mjög nauðsynlegt að koma því í gott horf. Það er afskaplega mikilvægt að slík viðhorf ríki. Ég vil auk þess árétta nauðsyn þess að þessi fræðsla fari fram vegna þeirrar viðhorfsbreytingar sem er nauðsynleg í þjóðfélaginu. Viðhorf ungmenna mótast í námi og starfi í uppvextinum og þess vegna er þetta eitt af þeim grundvallaratriðum sem við þurfum að horfa til í fræðslumálum hjá ungviðinu.