Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað

Miðvikudaginn 20. nóvember 1996, kl. 15:36:30 (1480)

1996-11-20 15:36:30# 121. lþ. 29.6 fundur 155. mál: #A Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., SJóh
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur

[15:36]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Það skýtur skökku við að nú er þrengt mjög að því verkefni sem blasir við að er brýnast í íslensku framhaldsskólakerfi, þ.e. að auka veg styttra starfsnáms til að hægt sé að bjóða sem flestu ungu fólki nám við hæfi, en um þessar mundir er þrengt að ýmsum þeim kostum sem áður voru þó fyrir í kerfinu. Ekki er hægt að kenna því um að aðsókn hafi ekki verið nægjanleg í þá tvo húsmæðraskóla sem eftir eru því að undanfarin ár hefur langt í frá verið hægt að fullnægja eftirspurn.

Ekki er um það deilt að mjög vel hefur verið staðið að skólanum á Hallormsstað og hafa nemendur náð sér í fleiri námseiningar á önn þar en almennt gerist í öðrum skólum. Mér finnst lágmark ef sameina á þennan skóla skólanum á Egilsstöðum verði stjórnendum skólans a.m.k. gefið ráðrúm til að aðlaga sig breyttu skipulagi og legg til að sameiningu verði frestað um t.d. þrjú ár eins og skólanefnd skólans hefur lagt til.