Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað

Miðvikudaginn 20. nóvember 1996, kl. 15:39:01 (1482)

1996-11-20 15:39:01# 121. lþ. 29.6 fundur 155. mál: #A Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., ÁSJ
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur

[15:39]

Árni Steinar Jóhannsson:

Herra forseti. Ég fagna fsp. hv. þm. Hjörleifs Guttormssonar. Nú er búið að leggja niður flesta hússtjórnarskóla, setja þá í sumum héruðum inn í verkmenntaskóla eða menntaskólakerfi. Það hefur reynst þannig að ekki er fullnægjandi og eftirsókn eftir plássi, m.a. á Hallormsstað er mikil, einmitt fyrir fólk í biðstöðu í menntakerfinu, 16--18 ára, kannski upp í tvítugt. Ég tel að þessi skóli ætti að hafa stórt hlutverk í leiðbeiningarþjónustu, varðveislu á menningarverðmætum, svo sem á handverkssviði, iðnaði og matargerð og miðla því út til annarra skóla sem kenna þessi fög meira í námskeiðaformi. Þess vegna tel ég mikilvægt að hæstv. menntmrh. beiti sér fyrir því að starf skólans verði tryggt sem sjálfstæðast og honum verði ekki fórnað á altari hagræðingar heldur verði hlutverk hans í framtíðinni styrkt með framsýn í huga.