Vinnumarkaðsaðgerðir

Fimmtudaginn 21. nóvember 1996, kl. 13:48:11 (1523)

1996-11-21 13:48:11# 121. lþ. 30.3 fundur 172. mál: #A vinnumarkaðsaðgerðir# frv., KÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur

[13:48]

Kristín Ástgeirsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Hér talaði fyrsti sjálfstæðismaðurinn í umræðunni og mig fýsir mjög að fá að vita hvort það er stefna Sjálfstfl. að það eigi að flytja verkefni frá sveitarfélögum til ríkisins og þar með að auka miðstýringu. Er það stefna Sjálfstfl.? Í öðru lagi, og þingmaðurinn er kannski ekki fær um að svara því: Eru landsbyggðarþingmenn Sjálfstfl. á því að það kerfi virki sem hér er verið að koma á fót verði til bóta fyrir hina atvinnulausu þar sem meiningin er að koma upp miðstöð í hverju kjördæmi? Ef við hugsum okkur mjög dreifbýl kjördæmi, hvernig á fólk t.d. að leita sér ráðgjafar? Er þetta stefna Sjálfstfl.?