Vinnumarkaðsaðgerðir

Fimmtudaginn 21. nóvember 1996, kl. 13:49:08 (1524)

1996-11-21 13:49:08# 121. lþ. 30.3 fundur 172. mál: #A vinnumarkaðsaðgerðir# frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur

[13:49]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Það er ekkert sem segir til um það hvað þessi miðstýrða vinnumálastofnunin á að vera mannmörg eða stór því að hún er deildaskipt út um allt land og ég reikna með því að þar fari aðalstarfið fram. Meginstarfið eða hlutverk miðstýringarinnar felst í því að búa til samræmdar reglur og hafa eftirlit. En það hefur skort á það í framkvæmd laganna eins og þau eru í dag.