Vinnumarkaðsaðgerðir

Fimmtudaginn 21. nóvember 1996, kl. 15:34:53 (1545)

1996-11-21 15:34:53# 121. lþ. 30.3 fundur 172. mál: #A vinnumarkaðsaðgerðir# frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur

[15:34]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel að réttur samtaka fatlaðra eigi að vera sæmilega tryggður með því að það er sérstaklega kveðið á um það að svæðisráðin skuli hafa samráð við samtök fatlaðra. Ég vil ástunda hið besta samstarf við fatlaða og þau hagsmunasamtök sem berjast fyrir málefnum þeirra. Það er vilji minn. Hitt er svo annað mál að einstöku sinnum hefur komið fyrir að þau hafa ekki haft neinn áhuga á því að hafa gott samband við mig.