Landsvirkjun

Fimmtudaginn 21. nóvember 1996, kl. 18:02:33 (1576)

1996-11-21 18:02:33# 121. lþ. 30.4 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., StB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur

[18:02]

Sturla Böðvarsson (andsvar):

Virðurlegur forseti. Ég vil nefna aðeins í sambandi við það sem kom fram hjá hæstv. iðnrh. að ég tel mikilvægast fyrir þá sem ekki njóta hins lága orkuverðs að fá lækkun á orkuverðinu. Bæði á það við um heimilin og ekki síður um atvinnufyrirtækin. Það er langmikilvægast í þessu og er kannski auðveldast. Ég vil bara nefna það að úr því að gefinn var slaki með þá fyrirætlun að ná 3% orkuverðslækkun frá árinu 2001 í 2--3% þá átti auðvitað jafnframt að gefa slaka á arðfyrirheitinu þ.e. að arðurinn gæti þá verið allt að 5,5%. En auðvitað er það síðan stjórnar og aðalfundar fyrirtækisins að taka endanlega ákvörðun um arðgreiðslurnar. Ég tel að það skipti mjög miklu máli og aðalatriðið sé að lækka orkuverðið eins og nokkur kostur er án þess að veikja fyrirtækið. Því það er hin hliðin á málinu. Við megum ekki ganga svo hart að þessu mikilvæga fyrirtæki að það veikist. Það þarf að standa sterkt.