Landsvirkjun

Fimmtudaginn 21. nóvember 1996, kl. 18:46:34 (1587)

1996-11-21 18:46:34# 121. lþ. 30.4 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur

[18:46]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég verð að segja það þó ég sé ekki vel kunnugur fundarsköpum að ég skildi ekki í hverju þetta andsvar var fólgið. Ég náði því bara ekki. Hv. þm. náði að fara aftur með dálítin hluta af langlokunni sem hann fór með í dag og ég óska honum til hamingju með það. Mér er mjög vel kunnugt um þetta. En ég er bara að krefjast þess að menn bregðist við strax. Við megum ekkert við því að bíða. Við megum ekkert við því, nógu lengi bíðum við samt. Það er það sem ég hef verið að reyna að segja hér í þessum ræðustól.