Landsvirkjun

Fimmtudaginn 21. nóvember 1996, kl. 18:48:55 (1589)

1996-11-21 18:48:55# 121. lþ. 30.4 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur

[18:48]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Þó hv. þm. komi það harla lítið við þá get ég svo sem sagt honum að hæstv. ráðherra vissi um afstöðu mína. Hann vissi um að ég væri mjög tortrygginn í garð þessa frv. Þetta frv. fer að sjálfsögðu til athugunar í iðnn. Það er ástæða til að fara mjög gaumgæfilega ofan í það. Það er ástæða til að skoða þá útreikninga sem Morgan-banki hefur gert. Ég reikna með að hv. iðnn. fái þá skýrslu og þeir geti gert sínar athuganir og kannanir á því. Ég treysti þingnefndinni til að meta þetta mál, fara í gegnum það og skila um það sinni skýrslu. Ég mun á þeim tíma gera öðrum mönnum en hv. þm. Sighvati Björgvinssyni grein fyrir afstöðu minni.