Landsvirkjun

Fimmtudaginn 21. nóvember 1996, kl. 19:08:41 (1592)

1996-11-21 19:08:41# 121. lþ. 30.4 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., ÁMM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur

[19:08]

Árni M. Mathiesen (andsvar):

Herra forseti. Ég skil það svo að það sé vilji hæstv. iðnrh. að þetta frv. eða þetta samkomulag, sem þar liggur á bak við, hindri ekki aukið frjálsræði í orkugeiranum. En ég vil ítreka og legg áherslu á að það verði ekki beðið með það, í framhaldi af þessu, að gefa hinum minni orkufyrirtækjum eins og Hitaveitu Suðurnesja, Orkubúi Vestfjarða og Rarik meira svigrúm á þessum markaði en þau hafa haft að undanförnu.