Starfsemi ÁTVR

Mánudaginn 02. desember 1996, kl. 15:10:24 (1616)

1996-12-02 15:10:24# 121. lþ. 32.1 fundur 116#B starfsemi ÁTVR# (óundirbúin fsp.), ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur

[15:10]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Hér er mál sem þarf að taka til nánari umræðu á næstunni. Ég hef ekki fengið svör við því hvort stjórn ÁTVR hafi veri falið að móta sjálfstæða nýja stefnu í áfengis- og tóbaksvarnamálum því að yfirlýsingar stjórnarmanna hafa gengið í þá átt. Hins vegar vil ég vekja athygli á að stjórnin vinnur ekki í þeim anda sem hæstv. fjmrh. lýsir hér vegna þess að ÁTVR hafði áður sett sér að takmarka tjöruinnihald í sígarettum við 12 milligrömm nú um næstu áramót en stjórn ÁTVR hefur sett aðrar reglur. Samkvæmt þeim regluflokkum sem núna verða við lýði eru boðnar \mbox{sígarettur} með 19 milligramma tjöruinnihaldi. Það væri nær að mínu mati fyrir stjórn ÁTVR að einbeita sér að þessum málum sem hæstv. ráðherra segir að stjórnin eigi að vinna að í stað þess að koma tóbaki í hendur markaðsaflanna.