Virkjun Héraðsvatna í Skagafirði

Mánudaginn 02. desember 1996, kl. 15:18:48 (1622)

1996-12-02 15:18:48# 121. lþ. 32.1 fundur 117#B virkjun Héraðsvatna í Skagafirði# (óundirbúin fsp.), HjálmJ
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur

[15:18]

Hjálmar Jónsson:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. iðnrh. fyrir svörin og hvet hann til að kynna sér einmitt þennan virkjunarkost og þá vinnu sem í gangi er hjá Orkustofnun og víðar um virkjun Héraðsvatna. Ég vil benda á þann aukaávinning af því að velja skagfirskan virkjunarkost sem er dreifing opinberra framkvæmda í landinu. Þenslan sem er að skapast er einkum á suðvesturhorninu og stjórnvöld þurfa af alvöru að gæta þess í fjárfestingum ríkisins að stýra framkvæmdum einkum þangað sem þenslan er lítil eða engin. Því legg ég á það þunga áherslu að vel sé staðið að undirbúningi og kostirnir kannaðir í þaula með þetta í huga.