Tollgæsla í höfnum í Reykjavík

Mánudaginn 02. desember 1996, kl. 15:21:21 (1624)

1996-12-02 15:21:21# 121. lþ. 32.1 fundur 118#B tollgæsla í höfnum í Reykjavík# (óundirbúin fsp.), ÓÖH
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur

[15:21]

Ólafur Örn Haraldsson:

Virðulegi forseti. Í dagblaði 29. október sl. kom fram að samningum hefur verið sagt upp við tollverði í Reykjavík og að þar með muni væntanlega verða hætt kvöld- og næturvöktum í höfnum í Reykjavík. Ég beini spurningu minni til hæstv. fjmrh. Nú þegar aðeins mánuður er þangað til að þessi gjörningur tekur gildi liggur ekki enn ljóst fyrir hver hin endanlega niðurstaða verður um kvöld- og næturvaktir í Reykjavíkurhöfnum. Á sama tíma berast okkur æ alvarlegri tíðindi um smygl á fíkniefnum og nýjar smyglleiðir inn til landsins.