Sleppibúnaður gúmmíbáta

Mánudaginn 02. desember 1996, kl. 15:30:01 (1629)

1996-12-02 15:30:01# 121. lþ. 32.1 fundur 119#B sleppibúnaður gúmmíbáta# (óundirbúin fsp.), ÁJ
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur

[15:30]

Árni Johnsen:

Herra forseti. Ég er alveg sammála hæstv. samgrh. að eins og málum var komið var ógerningur annað en gefa frest í málinu. En síðan hefur ekkert gerst í framkvæmd málsins og ekki verið ýtt á eftir því. Í vöruafgreiðslu er til búnaður sem enginn spyr um og enginn leitar eftir. Pantanir hafa engar verið þannig að þar stendur upp á útvegsmenn að ganga til þess að fylgja því sem til er ætlast svo að nú ætti það ekki að vera vandamál, a.m.k. ekki fyrir hluta flotans. Þó hygg ég að hæstv. samgrh. þurfi enn að veita ákveðinn umþóttunartíma til þess að knýja á um að þessi búnaður komist um borð í skipaflota landsmanna því að það tekur ákveðinn tíma að framleiða hann, a.m.k. það sem á vantar, og ekki eðlilegt að framleiðandi gangi til slíks nema hann hafi tryggingu fyrir því að varan sem hann er að framleiða verði keypt.