Brot á lögum um framleiðslu landbúnaðarvara

Mánudaginn 02. desember 1996, kl. 15:34:10 (1632)

1996-12-02 15:34:10# 121. lþ. 32.1 fundur 120#B brot á lögum um framleiðslu landbúnaðarvara# (óundirbúin fsp.), ÁE
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur

[15:34]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Það er athyglisvert að hæstv. dómsmrh. telur ekki ástæðu til að koma að þessu máli. Þetta snýst um það að lög nái fram að ganga eða að lögum verði breytt þannig að um þessa stefnu sem ég reyndar styð, samninga bænda í þessu tilviki, verði sett lagaumgjörð. Það er pólitísk spurning. Hins vegar finnst mér ekki geta átt sér stað að hæstv. ráðherra lýsi því yfir að lög séu ekki virt, að þau séu brotin. Hæstv. dómsmrh. fór vitaskuld alveg rétt með réttarfarsreglur, ég kann þær líka, en að hæstv. ríkisstjórn skuli ekki ætla að taka á þessu máli með neinum öðrum hætti og láti viðgangast að lög sem varða þennan málaflokk séu brotin finnst mér alvarleg yfirlýsing hér á hinu háa Alþingi.