Stefnumörkun í heilbrigðismálum

Mánudaginn 02. desember 1996, kl. 18:21:14 (1669)

1996-12-02 18:21:14# 121. lþ. 32.4 fundur 114. mál: #A stefnumörkun í heilbrigðismálum# þál., Flm. JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur

[18:21]

Flm. (Jóhanna Sigurðardóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég heyri það núna á þessari ræðu hv. þm. að við erum alls ekki svo fjarri hvort öðru í þessum málum. Ég held að þetta sé raunverulega nákvæmlega sú sama stefna sem við viljum fylgja, og það vil ég árétta, að fólk hafi aðgang að þjónustunni óháð efnahag. Við höfum áhyggjur af útgjöldum heimilanna vegna heilbrigðismála og við viljum skoða alla þætti í því sambandi, líka tannlæknaþjónustuna og líka þjónustugjöldin í heilsugæslunni. Það er bara spurning hvort er betra og hagkvæmara fyrir heimilin, hvaða leið við eigum að fara í því efni.