Stefnumörkun í heilbrigðismálum

Mánudaginn 02. desember 1996, kl. 18:37:32 (1675)

1996-12-02 18:37:32# 121. lþ. 32.4 fundur 114. mál: #A stefnumörkun í heilbrigðismálum# þál., Flm. JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur

[18:37]

Flm. (Jóhanna Sigurðardóttir) (andsvar):

Herra forseti. Það er ástæða til að fara yfir ýmislegt sem fram kom í ræðu hæstv. ráðherra og ég mun gera það á eftir í síðari ræðu minni. En ég verð þó að freista þess að leggja aftur fyrir ráðherra eina spurningu sem hún svaraði ekki í von um að ég fái skýrari svör vegna þess að ég tel mjög mikilvægt að fá fram afstöðu ráðherrans til þess atriðis. Það er það atriði í þessari tillögu sem segir, með leyfi forseta: ,,Reglur verði mótaðar og settar um hámarksbiðtíma eftir þjónustu í heilbrigðiskerfinu.`` Mér fannst ráðherrann fara úr og í og reyna að koma sér hjá því að svara þessari spurningu þannig að ég legg bara þessa einu spurningu fyrir ráðherrann í þessu andsvari.