Stefnumörkun í heilbrigðismálum

Mánudaginn 02. desember 1996, kl. 18:39:00 (1677)

1996-12-02 18:39:00# 121. lþ. 32.4 fundur 114. mál: #A stefnumörkun í heilbrigðismálum# þál., Flm. JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur

[18:39]

Flm. (Jóhanna Sigurðardóttir) (andsvar):

Herra forseti. Mér fannst svarið örlítið skýrara núna. Nefnd sem er að skoða og skilgreina biðlistana. Það er gott og vel. Ég minni á það að ég hef lagt fram beiðni um skýrslu einmitt til þess að menn geti frekar áttað sig á þeirri stöðu. Í framhaldi af því, segir ráðherrann, verður tekin ákvörðun um hvernig er hægt að taka á þessum biðlistum. Ég vil þá orða þetta svona: Nú hefur ráðherrann væntanlega kynnt sér það hvernig það er á hinum Norðurlöndunum og því spyr ég hvort ráðherrann telji að það komi til greina í framhaldi af þessari skilgreiningu að mótaðar verði reglur og settar um hámarksbiðtíma eftir þjónustu í heilbrigðiskerfinu.