Stefnumörkun í heilbrigðismálum

Mánudaginn 02. desember 1996, kl. 18:39:50 (1678)

1996-12-02 18:39:50# 121. lþ. 32.4 fundur 114. mál: #A stefnumörkun í heilbrigðismálum# þál., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur

[18:39]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel það afar erfitt að lögfesta hámarksbiðtíma eftir aðgerðum. Þau Norðurlönd sem hafa farið út í það en þau hafa ekki öll gert það, hafa ekki getað staðið fullkomlega við það. Mér finnst aðalatriðið að þegar við setjum lög þá getum við staðið við þá lagasetningu.