Stefnumörkun í heilbrigðismálum

Mánudaginn 02. desember 1996, kl. 19:12:07 (1684)

1996-12-02 19:12:07# 121. lþ. 32.4 fundur 114. mál: #A stefnumörkun í heilbrigðismálum# þál., ÁÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur

[19:12]

Ásta B. Þorsteinsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Hæstv. heilbrrh. komst svo sannarlega að kjarna málsins í þessu stutta andsvari sínu, þ.e. að málefni geðfatlaðra og geðsjúkra heyra undir tvö ráðuneyti. Og það er alveg nauðsynlegt að þessi tvö ráðuneyti tali a.m.k. saman um málefni þessa hóps sem hefur mjög viðkvæma stöðu í þjóðfélaginu. Þess vegna var mín spurning til hæstv. heilbrrh. hvort þess væri að vænta að þessi tvö ráðuneyti reyndu að vinna saman að nauðsynlegum lausnum.