Mælendaskrá utandagskrárumræðu

Þriðjudaginn 03. desember 1996, kl. 14:20:00 (1713)

1996-12-03 14:20:00# 121. lþ. 33.97 fundur 126#B mælendaskrá utandagskrárumræðu# (um fundarstjórn), Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur

[14:20]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseti hefur heyrt þessa gagnrýni en ítrekar það að hann verður að styðjast við eigið mat en ekki annarra hvernig hann raðar á mælendaskrá. Það er misskilningur hjá hv. þm. að hér hafi verið í upphafi fundar talað um stjórn þingsins, það var talað um störf þingsins eins og þingsköp gera ráð fyrir.