Guðmundur Lárusson fyrir MF

Miðvikudaginn 04. desember 1996, kl. 13:32:12 (1774)

1996-12-04 13:32:12# 121. lþ. 34.95 fundur 127#B Guðmundur Lárusson fyrir MF#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur

[13:32]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Borist hefur svohljóðandi bréf:

,,Þar sem Ingibjörg Sigmundsdóttir getur ekki gegnt störfum sem varamaður Margrétar Frímannsdóttur, 5. þm. Suðurl., er þess hér með óskað að Guðmundur Lárusson bóndi, 2. varaþm. Alþb. og óháðra á Suðurl., taki sæti á Alþingi í veikindaforföllum þingmannsins.

Svavar Gestsson, þingflokksform. Alþb. og óháðra.``

Guðmundur Lárusson hefur áður tekið sæti á Alþingi á þessu kjörtímabili og er boðinn velkominn til starfa hér í dag.