Aðgerðir gegn útlendingaandúð

Miðvikudaginn 04. desember 1996, kl. 13:41:19 (1777)

1996-12-04 13:41:19# 121. lþ. 34.1 fundur 91. mál: #A aðgerðir gegn útlendingaandúð# fsp. (til munnl.) frá samstrh., SvG
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur

[13:41]

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Ég vil þakka fyrir þessa fyrirspurn en jafnframt leyfa mér að nefna að í sumar hófst nokkur umræða meðal almennings um þessi mál á Íslandi, útlendingahatur, vegna þess fyrst og fremst að talið var að manni hefði verið vísað af veitingastað á grundvelli litarháttar. Í framhaldi af því voru einhver viðtöl í fjölmiðlum við ráðherra, ég hygg hæstv. félmrh. og líklega hæstv. dómsmrh. líka, þar sem rætt var um að á þessu máli þyrfti að taka og hvort ekki þurfi að skapa úrræði til þess að almannavaldið taki upp mál af þessu tagi, því það er auðvitað bersýnilega um að ræða stjórnarskrárbrot ef mönnum er vísað burt, hvaðan sem það er, á grundvelli litarháttar. Og ég vil leyfa mér, þó það sé óvenjulegt í fyrirspurnatíma að nefna hvort hæstv. ráðherrar gætu eitthvað upplýst hvar hugsanlegt lagafrv. er á vegi statt sem tæki á málum af þessum toga.